Hamar vann Skallagrím örugglega í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvígi 1. deildar karla í körfubolta í Frystikistunni í Hveragerði í kvöld.
Leikurinn var jafn og spennandi lengst af og staðan í hálfleik var 51-46, Hamri í vil. Skallagrímur jafnaði 60-60 í 3. leikhluta og en í þeim fjórða sýndu Hamarsmenn hverjir valdið höfðu og spiluðu frábæran körfubolta. Að lokum var munurinn 20 stig, 109-89.
Jose Medina var magnaður í liði Hamars með 39 stig og 10 stoðsendingar og Ragnar Nathanaelsson skilaði góðu framlagi með 17 stig og 10 fráköst.
Staðan í einvíginu er 2-1 og með sigri í Borgarnesi á laugardaginn kl. 18 tryggja Hamarsmenn sér sæti í úrvalsdeildinni á næsta tímabili.
Hamar-Skallagrímur 109-89 (30-25, 21-21, 27-24, 31-19)
Tölfræði Hamars: Jose Medina 39/6 fráköst/10 stoðsendingar, Brendan Howard 21/9 fráköst, Ragnar Nathanaelsson 17/10 fráköst, Elías Bjarki Pálsson 15/4 fráköst, Björn Ásgeir Ásgeirsson 10/5 stoðsendingar, Alfonso Birgir Gomez 5, Daníel Sigmar Kristjánsson 2.