Hamarskonum gekk illa að skora þegar liðið heimsótti Grindavík í 1. deildinni í körfubolta í dag. Lokatölur urðu 77-41.
Grindavík hafði frumkvæðið allan leikinn en Hamarskonum gekk illa að finna leiðina að körfu andstæðinganna. Hamar skoraði aðeins 5 stig í 1. leikhluta en staðan í hálfleik var 34-22. Grindavík gerði endanlega út um leikinn í 3. leikhluta en staðan var 60-32 að honum loknum.
Hamar er áfram í botnsæti deildarinnar með 2 stig en Grindavík er í 2. sæti með 26 stig.
Tölfræði Hamars: Íris Ásgeirsdóttir 15, Una Bóel Jónsdóttir 8/4 fráköst, Álfhildur E. Þorsteinsdóttir 6/12 fráköst, Perla María Karlsdóttir 5, Gígja Marín Þorsteinsdóttir 4, Margrét Lilja Thorsteinson 3/5 fráköst, Rannveig Reynisdóttir 5 fráköst, Dagrún Inga Jónsdóttir 5 fráköst.