Kvennalið Hamars er úr leik í Mjólkurbikarnum í knattspyrnu eftir stórt tap gegn Augnabliki í 1. umferðinni í gærkvöldi.
Liðin mættust á Kópavogsvelli og eftir að Augnablik braut ísinn á 23. mínútu var eftirleikurinn nokkuð auðveldur fyrir þær. Staðan var 3-0 í hálfleik og Augnablikar bætti svo við fjórum mörkum í seinni hálfleik, lokatölur 7-0.