Lið Hamars er HSK meistari karla í blaki árið 2025 með fullt hús stiga. Tvær umferðir voru leiknar, sú fyrr í nóvember og hin síðari þann 5. mars.
Hamar vann alla leiki sína og lauk keppni með 12 stig, Laugdælir urðu í 2. sæti með 8 stig og Hrunamenn í því þriðja með 7 stig.
Þar á eftir komu Mímir með 3 stig og Naglar án stiga. Fimm lið tóku þátt í mótinu í vetur sem er fjölgun um tvö lið á milli ára.
