Hamar hóf titilvörnina á sigri

Ljósmynd/Aðsend

Íslands og bikarmeistarar Hamars í blaki karla tóku á móti HK á heimavelli í fyrsta leik liðsins á Íslandsmótinu í kvöld.

Fyrsta hrinan var mjög jöfn. Hamar hafði frumkvæðið en náði aldrei að hrista HK af sér en Hvergerðingar unnu hrinuna að lokum 25-23. Önnur hrinan var keimlík þeirri fyrstu, framan af, en Hamar kláraði hana vel eftir frábærar uppgjafir Hubert Lasecki, 25-18.

HK byrjaði þriðju hrinuna betur en í stöðunni 11-12 tóku Hamarsmenn kipp og skriðu fram úr. Hamar komst í 21-18 og allt útlit fyrir öruggan sigur þeirra en eftir að hafa tekið leikhlé átti HK magnaðan kafla og sigraði hrinuna 23-25. Staðan í leiknum þar með orðin 2-1 en Hamarsmenn höfðu engan áhuga á því að hleypa HK frekar inn í leikinn. Hamar valtaði yfir gestina í fjórðu hrinunni, unnu hana 25-15 og leikinn þar með 3-1.

Hamarsmenn hefja titilvörnina því með góðum sigri, þó að sjáanlegur haust bragur hafi verið á liðinu.

Fyrri grein„Gaman að halda upp á 30 ára afmælið“
Næsta greinElvar magnaður í stórsigri Íslands