Hraðmót Héraðssambandsins Skarphéðins í blaki kvenna var haldið í Hveragerði í gær, 26. október. Átta lið frá Laugdælum, Hamri, Hrunamönnum og Dímon-Heklu voru skráð til leiks.
Hraðmótsmeistari þetta árið varð lið Hamars 1 með 11,5 stig, Laugdælir urðu í 2. sæti með 10 stig og Dímon-Hekla 2 í því þriðja með 9 stig. Til stiga voru taldar unnar hrinur.
Hamarsliðið hefur þar með unnið hraðmót kvenna í blaki í fimmtán skipti. Mótið var fyrst haldið árið 1995 og var nú haldið í 23. skipti.
Lið frá ÍKÍ, Dímon, Laugdælum, Hrunamönnum og Dímon-Heklu hafa einnig náð þeim áfanga að vera hraðmótsmeistari kvenna í blaki. Laugdælir hafa unnið þrisvar, Dímon tvisvar og ÍKÍ, Hrunamenn og Dímon-Hekla einu sinni hvert lið.