Hamar vann öruggan sigur á botnliði Þórs í 1. deild karla í körfubolta í kvöld á meðan Selfoss og Hrunamenn töpuðu sínum leikjum.
Hamar gerði út um leikinn gegn Þór í fyrri hálfleik og staðan í leikhléi var 60-36. Bilið minnkaði aðeins í seinni hálfleik en þegar upp var staðið var sigur Hamars öruggur, 111-73. Björn Ásgeir Ásgeirsson fór fyrir Hamarsmönnum með 29 stig en Hvergerðingar fengu gott framlag frá mörgum leikmönnum í kvöld.
Það gekk ekkert upp hjá Selfyssingum í fyrri hálfleik í leiknum á móti Sindra á Selfossi. Selfoss skoraði aðeins 7 stig í 2. leikhluta og staðan var 21-46 í hálfleik. Seinni hálfleikurinn var í járnum en Selfyssingum tókst ekki að minnka muninn og lokatölur urðu 59-88. Kennedy Aigbogun og Gerald Robinson skoruðu báðir 14 stig fyrir Selfoss en voru langt frá sínu besta eins og allir leikmenn liðsins.
Það var meiri spenna í leik Hrunamanna og Skallagríms á Flúðum. Gestirnir leiddu í fyrri hálfleiknum og staðan var 38-50 í hálfleik. Hrunamenn minnkuðu muninn hratt í upphafi seinni hálfleiks og héngu í Skallagrím allan tímann án þess þó að komast yfir. Skallagrímur hélt velli og lokatölur urðu 79-86.
Staðan í deildinni er þannig að Hamar er í 2. sæti með 20 stig, Selfoss í 4. sæti með 14 stig og Hrunamenn í 6. sæti með 12 stig.
Hamar-Þór Ak. 111-73 (34-12, 26-24, 29-17, 22-20)
Tölfræði Hamars: Björn Ásgeir Ásgeirsson 29/6 fráköst/3 varin skot, Jose Medina 18/10 stoðsendingar, Alfonso Birgir Gomez 14/8 fráköst, Haukur Davíðsson 14, Ragnar Nathanaelsson 12/9 fráköst/4 varin skot, Mirza Sarajlija 10/5 fráköst/7 stoðsendingar/9 stolnir, Elías Bjarki Pálsson 9/6 fráköst, Daníel Sigmar Kristjánsson 3/8 fráköst, Halldór Benjamín Halldórsson 2.
Selfoss-Sindri 59-88 (14-23, 7-23, 21-20, 17-22)
Tölfræði Selfoss: Gerald Robinson 14/4 fráköst, Kennedy Aigbogun 14/4 fráköst, Ísar Freyr Jónasson 13, Arnaldur Grímsson 6/4 fráköst, Styrmir Jónasson 4, Ísak Júlíus Perdue 4, Ari Hrannar Bjarmason 2, Birkir Hrafn Eyþórsson 2.
Hrunamenn-Skallagrímur 79-86 (18-26, 20-24, 21-18, 20-18)
Tölfræði Hrunamanna: Ahmad Gilbert 27/21 fráköst, Samuel Burt 23/7 fráköst, Yngvi Freyr Óskarsson 8/5 fráköst, Friðrik Heiðar Vignisson 6, Eyþór Orri Árnason 5, Haukur Hreinsson 4, Óðinn Freyr Árnason 2, Arnór Bjarki Eyþórsson 2, Hringur Karlsson 2.