Hamar í ham á heimavelli

Ragnar Nathanaelsson og Jose Medina skiluðu góðu dagsverki. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Hamar vann sannfærandi sigur á Fjölni í 1. deild karla í körfubolta í Hveragerði í gærkvöldi, 113-76.

Hamarsmenn voru sterkari frá upphafi til enda. Staðan var 55-40 í hálfleik og munurinn jókst jafnt og þétt í seinni hálfleiknum.

Jaeden King var stigahæstur Hamarsmanna með 30 stig en Grikkinn reynslumikli, Fotios Lampropoulos var framlagshæstur með 19 stig, 16 fráköst og 7 stoðsendingar.

Eftir fjórar umferðir er engar línur farnar að skýrast í deildinni. Hamar er eitt fimm liða sem eru 3/1 með 6 stig í 1.-5. sæti.

Hamar-Fjölnir 113-76 (30-23, 25-17, 31-16, 27-20)
Tölfræði Hamars: Jaeden King 30/7 fráköst, Jose Medina 20/10 stoðsendingar, Fotios Lampropoulos 19/16 fráköst/7 stoðsendingar, Ragnar Nathanaelsson 14/12 fráköst, Björn Ásgeir Ásgeirsson 12, Birkir Máni Daðason 10, Daníel Sigmar Kristjánsson 4, Lúkas Aron Stefánsson 2/4 fráköst, Baldur Freyr Valgeirsson 2, Egill Þór Friðriksson 1 frákast/1 stoðsending, Mikael Rúnar Kristjánsson 1 frákast/1 stolinn bolti, Arnar Dagur Daðason 1 stoðsending.

Fyrri greinFramboðslisti Framsóknar samþykktur
Næsta greinSögulegur sigur Selfoss