Hamar í kröppum dansi

Everage Richardson skoraði 19 stig í kvöld. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Topplið Hamars lenti í kröppum dansi þegar Snæfell kom í heimsókn í Hveragerði í 1. deild karla í körfubolta í kvöld.

Hamarsmenn voru ósigraðir í deildinni fyrir leikinn en Hólmarar búnir að vinna einn leik.

Gestirnir leiddu 22-25 eftir 1. leikhluta en Hamar svaraði fyrir sig og leiddi 53-47 í hálfleik. Seinni hálfleikur var hnífjafn og lokamínúturnar reyndu heldur betur á þolrif áhorfenda og leikmanna enda spennustigið hátt.

Hamar var skrefinu á undan í lokin en gekk bölvanlega að koma boltanum í körfuna á lokamínútunni. Snæfell jafnaði 100-100 þegar nokkrar sekúndur voru eftir en Everage Richardson fékk það verkefni að klára leikinn fyrir Hamar og honum tókst það, með áhlaupi að körfunni og vítaskoti að auki, 103-100. Snæfellingar fengu fjórar sekúndur til þess að jafna en lokaskotið geigaði og Hamar fagnaði sigri.

Hamar er því áfram í toppsætinu með 8 stig en Snæfell í 7. sæti með 2 stig.

Tölfræði Hamars: Everage Richardson 32/12 fráköst/5 stolnir, Ragnar Jósef Ragnarsson 25/6 fráköst, Pálmi Geir Jónsson 14/10 fráköst, Toni Jelenkovic 14/4 fráköst, Björn Ásgeir Ásgeirsson 7, Geir Elías Úlfur Helgason 3, Hlynur Snær Wiium Stefánsson 3, Páll Helgason 3/4 fráköst, Bjartmar Halldórsson 2.

Næstu leikir:
28.10. Vestri-Hamar
28.10. Selfoss-Skallagrímur

Fyrri greinNýi vegkaflinn opnaður á laugardag
Næsta greinHamar tapaði í hörkuleik