Hamar tapaði stórt þegar liðið heimsótti Tindastól á Sauðárkrók í 4. deild karla í knattspyrnu í dag.
Liðin þreifuðu fyrir sér á upphafsmínútunum en þegar leið á fyrri hálfleikinn settu Stólarnir í gírinn og skoruðu þrjú mörk. Sigurður Pétur Stefánsson kom þeim yfir á 21. mínútu og þremur mínútum síðar skoraði Arnar Ólafsson. Jónas Aron Ólafsson skoraði svo þriðja markið á 43. mínútu og staðan var 3-0 í hálfleik.
Seinni hálfleikurinn fór fjörlega af stað. Jón Gísli Stefánsson kom Tindastól í 4-0 á 49. mínútu en þremur mínútum síðar minnkaði Rodrigo Depetris muninn fyrir Hamar. Nær komust Hvergerðingar ekki og Sigurður Pétur bætti við öðru marki sínu á 69. mínútu, sem tryggði Tindastól 5-1 sigur.
Staða liðanna er óbreytt á töflunni. Hamar er í 6. sæti með 8 stig en Tindastóll í 5. sætinu með 11 stig.
Önnur úrslit í 7. umferð 4. deildarinnar:
KFK 2 – 0 KÁ
1-0 Hubert Kotus (víti ’6)
2-0 Brynjar Jónasson (’69)