Körfuknattleiksdeild Hamars hefur leyst Terrence Worthy undan samningi að ósk leikmannsins og heldur hann aftur til Bandaríkjanna.
Áður en Worthy var leystur undan samningi höfðu Hamarsmenn fengið til liðs við sig Brandon Cotton sem kom frá úrvalsdeildarliði Snæfells. Félögin og leikmaðurinn gerðu samkomulag um hnökralaus skipti milli félaga.
Cotton nýttist ekki Snæfellingum en samt sem áður er hann stigahæstur í Iceland Expressdeild karla eftir fyrstu þrjár umferðirnar.
Hamar hefur ekki enn unnið leik í 1. deildinni og mætir toppliði Skallagríms á útivelli á morgun.