Hamar sótti ÍA heim í mikilvægum leik í 1. deild karla í körfubolta í kvöld. Heimamenn reyndust sterkari og sigruðu 102-87.
Leikurinn var jafn í fyrri hálfleik og staðan í leikhléi var 51-46, ÍA í vil. Heimamenn tóku svo góða rispu í upphafi seinni hálfleiks og breyttu stöðunni í 64-48 og hélt öruggu forskoti eftir það til leiksloka.
Liðin voru með jafn mörg stig fyrir leik og eru í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppni deildarinnar. Hamar er nú í 6. sæti með 10 stig en ÍA hefur 12 stig í 5. sæti.
Tölfræði Hamars: Samuel Prescott Jr. 32 stig/11 fráköst, Þorsteinn Gunnlaugsson 20 stig/11 fráköst/5 stoðsendingar, Sigurður Orri Hafþórsson 16 stig, Kristinn Ólafsson 15 stig/4 fráköst/5 stoðsendingar, Bjartmar Halldórsson 4 stig.