Hamar mætir Vestra í undanúrslitum

Hamarsmenn fagna sigri á Alftanesi í deildarkeppninni í febrúar síðastliðnum. Ljósmynd/Guðmundur Erlingsson

Hamarsmenn eru komnir í undanúrslit Íslandsmótsins í blaki eftir að hafa lagt Álftanes örugglega að velli í tveimur leikjum í átta liða úrslitunum.

Hamar, sem kom af miklum krafti inn í Mizunodeildina í haust, hafði enn ekki spilað fyrir framan áhorfendur á heimavelli sínum en liðið fékk loks að gera það í gærkvöldi. Hvergerðingar unnu fyrri leik sinn gegn Álftanesi auðveldlega og seinni leikurinn varnaðeins formsatriði fyrir heimamenn. Hamar vann fyrstu tvær hrinurnar auðveldlega, 25-14 og 25-11. Álftanes beit aðeins frá sér í þriðju hrinu en henni lauk 25-18 fyrir Hamri.

Hamar vann því báða leikina gegn Álftanesi 3-0 og mætir Vestra í undanúrslitum en Vestri vann Aftureldingu 2-0 í átta liða úrslitunum. Liðin mætast á Ísafirði á sunnudaginn en Hamar á svo heimaleik næstkomandi miðvikudag kl. 19.

Fyrri greinErlín bætti Íslandsmetið í hreystigreip
Næsta greinÍsland fulltengt fyrir árslok 2025