Hamar lagði Kóngana í 4. deild karla í knattspyrnu í kvöld þegar liðin mættust á Framvellinum í Safamýri. Lokatölur urðu 1-2.
Kóngarnir hafa ekki átt góðu gengi að fagna í sumar en Hamarsmenn þurftu þó að hafa fyrir sigrinum. Ísinn brotnaði á 43. mínútu þegar Þorlákur Máni Dagbjartsson kom Hamri í 0-1 og þannig stóðu leikar í hálfleik.
Brynjar Elí Björnsson kom Hamri í 0-2 þegar rúmar 20 mínútur voru liðnar af síðari hálfleik en Kóngarnir náðu að minnka muninn á 78. mínútu.
Fleiri urðu mörkin ekki og Hamarsmenn fara með sigrinum aftur upp í þriðja sæti riðilsins með 21 stig en Kóngarnir eru áfram á botninum án stig.
Síðasti leikur Hvergerðinga í sumar verður á Grýluvelli 22. ágúst þegar Máni frá Hornafirði kemur í heimsókn.