Hamar með aðra höndina á titlinum

Hamarsmenn fagna stigi. Mynd úr safni. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Karlalið Hamars í blaki tók í dag á móti KA í fyrstu úrslitaviðureigninni um Íslandsmeistaratitilinn.

KA byrjaði leikinn af krafti og þetta virtist ekki ætla að verða nein gönguferð í garðinum fyrir Hamarsmenn, sem hafa unnið alla sína leiki í vetur og tapað sárafáum hrinum.

Um miðja fyrstu hrinu vöknuðu Hamarsmenn til lífsins, vel studdir af áhorfendum, sem létu vel í sér heyra og stemmningin var virkilega góð í íþróttahúsinu í Hveragerði. Og þegar Hvergerðingar munda hamarinn sjá andstæðingarnir ekki til sólar. Sú varð raunin í dag því Hamar vann allar hrinurnar örugglega; 25-18, 25-18 og 25-17 og leikinn því 3-0.

Hamar getur því tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn á Akureyri næstkomandi miðvikudag, en ef KA vinnur á heimavelli verður hreinn úrslitaleikur í Hveragerði næstkomandi föstudagskvöld.

Ljósmyndari sunnlenska.is var á leiknum í dag og smellti af myndunum hér fyrir neðan.

sunnlenska.is/Guðmundur Karl
sunnlenska.is/Guðmundur Karl
sunnlenska.is/Guðmundur Karl
sunnlenska.is/Guðmundur Karl
sunnlenska.is/Guðmundur Karl
sunnlenska.is/Guðmundur Karl
sunnlenska.is/Guðmundur Karl
sunnlenska.is/Guðmundur Karl
sunnlenska.is/Guðmundur Karl
sunnlenska.is/Guðmundur Karl
sunnlenska.is/Guðmundur Karl
sunnlenska.is/Guðmundur Karl
sunnlenska.is/Guðmundur Karl
sunnlenska.is/Guðmundur Karl
sunnlenska.is/Guðmundur Karl
sunnlenska.is/Guðmundur Karl
sunnlenska.is/Guðmundur Karl
Fyrri greinÞór Þ tekur forystuna í einvíginu
Næsta greinÞyrla sótti slasaðan sleðamann