Hamar vann góðan sigur á Elliða í hörkuleik í C-deild Lengjubikars karla í knattspyrnu á Selfossvelli í dag, 2-1.
Pétur Geir Ómarsson kom Hamri yfir á 28. mínútu og reyndist það eina mark fyrri hálfleiks. Sam Malson tvöfaldaði forskot Hamarsmanna á upphafsmínútu seinni hálfleiks en rúmum fimmtán mínútum síðar minnkuðu Elliðamenn muninn í 2-1.
Það reyndust lokatölur leiksins þrátt fyrir góðar sóknir beggja liða á lokakafla leiksins.
Hamar er með fullt hús stiga í efsta sæti riðilsins en Elliði er í botnsætinu með 1 stig.