Hamar og Árborg töpuðu fyrstu leikjum sínum í B-deild Lengjubikars karla í knattspyrnu í dag.
Hamar mætti Njarðvík í Reykjaneshöllinni og þar var staðan 0-0 allt fram á 77. mínútu leiksins að Njarðvíkingar skoruðu sigurmarkið.
Árborg lék gegn Víði, sömuleiðis í Reykjaneshöllinni, og þar voru lokatölur 3-1 fyrir Víði. Árborg komst yfir í fyrri hálfleik með sjálfsmarki Víðismanna sem skoruðu svo þrjú mörk í seinni hálfleik sem tryggðu þeim sigurinn.