Hamar og Selfoss unnu góða sigra í 1. deild karla í körfubolta í kvöld á meðan Hrunamenn töpuðu sínum leik.
Hamar tók á móti Skallagrím og vann á endanum öruggan sigur. Það var boðið upp á skotsýningu í 1. leikhluta, þar sem Hamar skoraði 42 stig, en staðan í hálfleik var 68-65. Þriðji leikhluti var í járnum en Hamarsmenn voru sterkari í 4. leikhluta og sigruðu að lokum 127-113. Jose Medina var stigahæstur Hamarsmanna með 36 stig og Mirza Sarajlija var mjög öflugur með 26 stig og 10 fráköst.
Selfyssingar fóru norður á Akureyri og unnu þar öruggan sigur á Þór. Staðan í hálfleik var 28-43 en þó að sóknarleikur Þórs gengi betur í seinni hálfleik þá var sigur Selfoss í öruggum höndum. Lokatölur urðu 84-103. Gerald Robinson og Arnaldur Grímsson skoruðu báðir 23 stig fyrir Selfoss.
Í Forsetahöllinni á Álftanesi mættu Hrunamenn toppliði deildarinnar. Leikurinn var jafn í fyrri hálfleik og staðan í leikhléi var 47-49, Hrunamönnum í vil. Álftnesingar byrjuðu betur í seinni hálfleik og héldu forystunni allt til loka. Álftanes sigraði 97-84 og heldur toppsætinu í deildinni áfram. Ahmad Gilbert var bestur í liði Hrunamanna og daðraði við þrefalda tvennu með 29 stig, 12 fráköst og 9 stoðsendingar.
Staðan í deildinni er þannig að Hamar er í 2. sæti með 24 stig, tveimur stigum á eftir toppliði Álftaness. Selfoss er í 4. sæti með 16 stig og Hrunamenn í 7. sæti með 12 stig.
Hamar-Skallagrímur 127-113 (42-28, 26-37, 27-25, 32-23)
Tölfræði Hamars: Jose Medina 36/4 fráköst/6 stoðsendingar, Mirza Sarajlija 26/10 stoðsendingar, Björn Ásgeir Ásgeirsson 18/5 stoðsendingar, Alfonso Birgir Gomez 15, Ragnar Nathanaelsson 14/9 fráköst/4 varin skot, Elías Bjarki Pálsson 8, Brendan Paul Howard 8/4 fráköst, Haukur Davíðsson 2.
Þór Ak.-Selfoss 84-103 (12-20, 16-23, 31-29, 25-31)
Tölfræði Selfoss: Arnaldur Grímsson 23/5 fráköst, Gerald Robinson 23/7 fráköst, Kennedy Aigbogun 21/5 fráköst, Birkir Hrafn Eyþórsson 15, Ísak Júlíus Perdue 9/12 stoðsendingar, Styrmir Jónasson 7, Ísar Freyr Jónasson 4/7 fráköst, Sigmar Jóhann Bjarnason 1.
Álftanes-Hrunamenn 97-84 (25-28, 22-21, 27-13, 23-22)
Tölfræði Hrunamanna: Ahmad Gilbert 29/12 fráköst/9 stoðsendingar/5 stolnir, Samuel Burt 25/13 fráköst, Óðinn Freyr Árnason 8, Yngvi Freyr Óskarsson 5/5 stoðsendingar, Arnór Bjarki Eyþórsson 5/5 fráköst, Hringur Karlsson 3, Þorkell Jónsson 3, Cornel Cioacata 3/7 fráköst, Dagur Úlfarsson 2, Friðrik Heiðar Vignisson 1/5 fráköst.