Hamar sá á eftir úrvalsdeildarsætinu

Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð

Enn eitt árið sitja Hamarsmenn eftir í 1. deild karla í körfubolta en liðið tapaði í kvöld 100-82 gegn Vestra í fjórða leik einvígisins. Vestri sigraði því 3-1 og leikur í úrvalsdeildinni á næsta tímabili.

Hamarsmenn voru ekki með í fyrri hálfleiknum í kvöld en staðan var 59-28 í hálfleik. Hvergerðingar náðu að minnka muninn í seinni hálfleik en munurinn var of mikill og Vestramenn fögnuðu sigri.

Pálmi Geir Jónsson var stigahæstur Hamarsmanna með 17 stig og 7 fráköst.

Tölfræði Hamars: Pálmi Geir Jónsson 17/7 fráköst, Ruud Lutterman 14/6 fráköst, Jose Aldana 13/5 fráköst/9 stoðsendingar, Ragnar Magni Sigurjónsson 11, Ragnar Jósef Ragnarsson 11/7 fráköst, Óli Gunnar Gestsson 7/8 fráköst, Steinar Snær Guðmundsson 5, Maciek Klimaszewski 4/6 fráköst.

Fyrri greinÁrborg gefur út fyrsta sjálfbærniskuldabréfið á Íslandi
Næsta greinTvö mörk Brynhildar dugðu ekki til sigurs