Unglingamót HSK í badminton var haldið í Hveragerði síðastliðinn laugardag og heppnaðist mjög vel. Hamar og Dímon sendu keppendur til leiks og unnu Hvergerðingar öruggan sigur í stigakeppni mótsins.
Alls tóku tuttugu keppendur þátt í mótinu, sextán frá Hamri og fjóri frá Dímon. Það var mikil og góð stemning á mótinu enda langt síðan að HSK mót var haldið í badminton. Hamar endaði sem sigurvegari í stigakeppni mótsins með 75 stig og Dímon fékk 9 stig. Hamar fékk því afhentan nýjan farandbikar í lok mótsins sem Orkan í Hveragerði er gefandi að.
U-11
Snáðar
1. sæti Sigurbjörn Friðriksson, Hamar
2. sæti Viggó Guðni Jónasson, Hamar
3. sæti Guðmundur Árni Gíslason, Hamar
Snótir
1. sæti Íris Þórhallsdóttir, Hamar
U-13
Hnokkar
1. sæti Vilhjálmur Haukur Leifs Roe, Hamar
2. sæti Sigurður Elí Vignisson, Hamar
3. sæti Natan Rafn Valkyrjuson, Hamar
U-15
Meyjur
1. sæti Rebekka Einarsdóttir, Hamar
2. sæti Hulda María Hilmisdóttir, Hamar
3. sæti Arnfríður Óladóttir, Hamar
U-17
Drengir
1. sæti Úlfur Þórhallsson, Hamar
2. sæti Alexander Ívar Helgason, Dímon
3. sæti Viktor Máni Maagaard, Dímon
Telpur
1. sæti Rakel Rós Guðmundsdóttir, Hamar


