Unglingamót HSK í badminton var haldið í Þorlákshöfn þann 9. desember síðastliðinn. Keppendur voru 45 talsins frá þremur félögum.
Dímon, Hamar og Þór sendu keppendur á mótið sem gekk mjög vel fyrir sig og fóru allir ánægðir heim.
Á mótinu var stigakeppni milli félaganna, þar sem keppt var um HSK-meistaratitilinn. Hamar fór með sigur úr býtum með 43 stig, Umf. Þór var í öðru sæti með 37 stig og Dímon í því þriðja með 5 stig.
HSK meistarar í flokkum 13–17 ára urðu þau Ísar Máni Gíslason, Þór, Ásdís Rán Grímsdóttir, Hamri, Valgarð Ernir Emilsson, Hamri og Margrét Guangbing Hu, Hamri.
Ekki var keppt um sæti í flokkum 11 ára og yngri, heldur fengu allir verðlaun.