Hamar vann öruggan sigur á Ármanni í 1. deild karla í körfubolta í kvöld. Liðin mættust í Kennaraháskólanum og þar hafði Hamar 81-97 sigur.
Leikurinn var jafn í fyrri hálfleik og staðan í leikhléi var 38-36. Hvergerðingarnir tóku hins vegar öll völd í seinni hálfleiknum og bættu jafnt og þétt við forskotið. Góður varnarleikur í 4. leikhluta skilaði þeim 16 stiga sigri.
Jose Medina var stigahæstur hjá Hamri með 32 stig, Björn Ásgeir Ásgeirsson skoraði 18 stig og Ragnar Nathanaelsson átti stórleik með 12 stig, 22 fráköst og 9 varin skot.
Staðan í deildinni er þannig að Hamar er í 2. sæti með 22 stig, tveimur stigum á eftir toppliði Álftaness. Ármann er í 8. sæti með 12 stig.
Ármann-Hamar 81-97 (17-16, 21-20, 26-32, 17-29)
Tölfræði Hamars: Jose Medina 32/5 fráköst/7 stoðsendingar, Björn Ásgeir Ásgeirsson 18/8 fráköst, Ragnar Nathanaelsson 12/22 fráköst/9 varin skot, Elías Bjarki Pálsson 11, Mirza Sarajlija 8, Brendan Howard 8/4 fráköst, Alfonso Birgir Gomez 5, Haukur Davíðsson 3.