Hamar vann öruggan sigur á Álafossi í kvöld en KFR tapaði fyrir GG í 4. deild karla í knattspyrnu.
Hamar heimsótti Álafoss í Mosfellsbæinn og náðu Hvergerðingar að skora sjö mörk í fyrri hálfleik. Atli Þór Jónasson skoraði fyrstu tvö mörkin en síðan var komið að sýningu hjá Kristni Ásgeiri Þorbergssyni sem skoraði fjögur mörk, auk þess sem heimamenn skoruðu eitt sjálfsmark og staðan var 0-7 í hálfleik. Leikurinn róaðist nokkuð í seinni hálfleik en Jou Calzada skoraði áttunda mark Hamars í upphafi seinni hálfleiks en á síðasta hálftímanum skoruðu bæði lið tvö mörk, Sören Balsgaard, með bæði fyrir Hamar og lokatölur urðu 2-7.
Það var minni stemning á Hvolsvelli þar sem GG var í heimsókn hjá KFR. Gestirnir skoruðu tvívegis í fyrri hálfleik og bættu við þriðja markinu snemma í seinni hálfleik, án þess að KFR næði að svara fyrir sig og lokatölur urðu 0-3.
Staðan í D-riðlinum er þannig að Hamar er í 2. sæti með 23 stig en KFR er í 4. sætinu með 16 stig.