Hamar vann sinn þriðja sigur á Snæfelli í úrslitakeppni 1. deildar karla í körfubolta í kvöld og einvígið þar með 3-0. Lokatölur í Hveragerði urðu 104-98.
Gestirnir byrjuðu betur í leiknum í kvöld en Hamar var ekki langt undan og staðan var 49-51 í leikhléi. Þriðji leikhluti var jafn en í þeim fjórða tóku Hvergerðingar af skarið á lokasekúndunum og lönduðu góðum sigri.
Hamar mætir Breiðabliki í einvígi um sæti í úrvalsdeildinni en Breiðablik kláraði einvígið gegn Vestra í gær, 3-0.
Larry Thomas átti mjög góðan leik fyrir Hamar í kvöld og skoraði 22 stig en Mikael Rúnar Kristjánsson og Jón Arnór Sverrisson áttu sömuleiðis mjög fínan leik.
Tölfræði Hamars: Larry Thomas 22/8 fráköst/6 stoðsendingar, Julian Nelson 17/5 fráköst, Mikael Rúnar Kristjánsson 14/4 fráköst, Jón Arnór Sverrisson 10/4 fráköst/6 stoðsendingar/5 stolnir, Smári Hrafnsson 9, Oddur Ólafsson 9, Þorgeir Freyr Gíslason 7, Kristinn Ólafsson 6, Dovydas Strasunskas 6/7 fráköst, Arnór Ingi Ingvason 2, Ísak Sigurðarson 2.