Hamar steinlá gegn toppliðinu

Íris Ásgeirsdóttir skoraði 10 stig í dag. sunnlenska.is/Guðmundur Karl
Kvennalið Hamars tapaði stórt gegn toppliði Fjölnis á útivelli í 1. deildinni í körfubolta í dag. Lokatölur urðu 72-37.
Hamar skoraði aðeins 11 stig í fyrri hálfleik en staðan í leikhléi var 40-11. Hamarskonum gekk betur í síðari hálfleik en Fjölnir hafði áfram frumkvæðið og bilið var orðið alltof breitt, til þess að það yrði brúað.
Hamar er áfram í botnsæti deildarinnar með 2 stig og Fjölnir á toppnum, nú með 16 stig.
Tölfræði Hamars: Birgit Ósk Snorradóttir 13, Íris Ásgeirsdóttir 7/6 fráköst, Marín Laufey Davíðsdóttir 7/6 fráköst, Una Bóel Jónsdóttir 3, Perla María Karlsdóttir 3, Álfhildur E. Þorsteinsdóttir 2/11 fráköst, Katrín Eik Össurardóttir 2.
Fyrri greinÖruggur sigur Selfyssinga – Hamar tapaði fyrir norðan
Næsta greinÉg er því oftast í stuði