Kvennalið Hamars tapaði stórt í 1. deildinni í körfubolta í kvöld þegar topplið KR kom í heimsókn í Frystikistuna í Hveragerði.
Leikurinn var jafn í 1. leikhluta en í 2. leikhluta stungu KR-ingar af og leiddu 23-52 í leikhléi. Áhlaup KR hélt áfram í 3. leikhluta þar sem Hamar skoraði aðeins fjögur stig gegn sautján og staðan var orðin 27-72 í upphafi 4. leikhluta. Þá fóru Hvergerðingar að raða niður körfunum, en að lokum skildu 38 stig liðin að, 44-82.
Hamar er í 6. sæti deildarinnar með 2 stig en KR styrkti stöðu sína á toppnum með sigrinum og hefur nú 14 stig.
Tölfræði Hamars: Þórunn Bjarnadóttir 9/4 fráköst, Bjarney Sif Ægisdóttir 8/4 fráköst, Álfhildur E. Þorsteinsdóttir 6/6 fráköst, Fríða Margrét Þorsteinsdóttir 6, Katrín Eik Össurardóttir 5/7 fráköst, Gígja Marín Þorsteinsdóttir 4, Vilborg Óttarsdóttir 3/8 fráköst, Adda María Óttarsdóttir 3.