Hamar steinlá í Hólminum

Hamar tapaði stórt þegar liðið heimsótti Snæfell í Stykkishólm í Domino’s-deild kvenna í körfubolta í kvöld. Lokatölur urðu 76-39.

Eins og tölurnar gefa til kynna voru Hólmarar mun sterkari allan leikinn, komust í 17-4 í upphafi leiks og leiddu að loknum 1. leikhluta, 23-11. Munurinn jókst enn frekar í 2. leikhluta og staðan var 40-22 í hálfleik.

Snæfell náði 34 stiga forskoti í 3. leikhluta en í leikslok skildu 37 stig liðin að.

Andrina Rendon var stigahæst hjá Hamri með 14 stig, Þórunn Bjarnadóttir skoraði 13, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 10 og Kristrún Rut Antonsdóttir 2.

Hamar er í neðsta sæti deildarinnar með tvö stig og mætir næst toppliði Keflavíkur á heimavelli á miðvikudaginn í næstu viku.

Fyrri greinBýflugnarækt kennd á Reykjum
Næsta greinSelfossþorrablótið í nýjum höndum