Kvennalið Hamars tapaði stórt þegar liðið heimsótti Njarðvík í 1. deildinni í körfubolta í gær.
Njarðvíkingar voru sterkari allan tímann, leiddu 33-20 í leikhléi og munurinn jókst enn frekar í seinni hálfleik. Lokatölur urðu 83-45.
Hamar er áfram án stiga í botnsæti deildarinnar en Njarðvík er í 3. sæti með 10 stig.
Það er skammt stórra högga á milli hjá Hamri því liðið tekur á móti Grindavík-B í Hveragerði annað kvöld.
Tölfræði Hamars: Gígja Marín Þorsteinsdóttir 10/4 fráköst, Álfhildur E. Þorsteinsdóttir 9/9 fráköst, Dagrún Inga Jónsdóttir 7, Íris Ásgeirsdóttir 7/6 fráköst, Perla María Karlsdóttir 6, Jenný Harðardóttir 4/5 fráköst, Guðrún Björg lfarsdóttir 1, Þórunn Bjarnadóttir 1/4 fráköst, Rannveig Reynisdóttir 5 fráköst, Helga Sóley Heiðarsdóttir 0, Margrét Lilja Thorsteinson 0, Bjarney Sif Ægisdóttir 0,