Hamar átti ekki roð í Val í oddaleik liðanna um sæti í úrvalsdeild karla í körfubolta, að Hlíðarenda í kvöld. Lokatölur urðu 109-62.
Valur hafði undirtökin í upphafi leiks en Hamar skoraði ekki stig á síðustu fimm mínútum 1. leikhluta. Á þeim tíma náði Valur að breyta stöðunni úr 16:9 í 32:9. Staðan var 60-26 í hálfleik. Búið spil.
Hlíðarendapiltar voru áfram skrefinu á undan allan síðari hálfleikinn og juku forskotið jafnt og þétt. Virkilega sannfærandi sigur hjá Ágústi Björgvinssyni og lærisveinum hans.
Tölfræði Hamars: Christopher Woods 16 stig/12 fráköst, Erlendur Ágúst Stefánsson 14 stig/5 fráköst, Björn Ásgeir Ásgeirsson 7 stig, Örn Sigurðarson 7 stig, Snorri Þorvaldsson 5 stig, Hilmar Pétursson 4 stig, Oddur Ólafsson 3 stig, Smári Hrafnsson 2 stig, Rúnar Ingi Erlingsson 2 stig/5 fráköst, Guðjón Ágúst Guðjónsson 2 stig.