Gnúpverjar og Hamar unnu leiki sína í 1. deild karla í körfubolta í kvöld á meðan FSu tapaði sínum leik.
Gnúpverjar sóttu botnlið ÍA heim og unnu öruggan sigur, 76-100. Staðan var 40-55 í leikhléi og Gnúpverjar juku forskotið enn frekar í seinni hálfleik. Everage Richardson var með rosalegar tölur fyrir Gnúpverja og framlagseinkunn upp á 60. Hann skoraði 43 stig og tók 18 fráköst og sendi 9 stoðsendingar. Atli Örn Gunnarsson átti einnig mjög góðan leik og skoraði 24 stig.
Hamar fékk Snæfell í heimsókn og með sigri gátu Hamarsmenn stimplað sig inn í toppbaráttu deildarinnar. Það gerðu þeir með góðum leik þar sem lokatölur voru 105-99. Gestirnir voru sterkari í fyrri hálfleik og leiddu 52-62 í leikhléi. Hvergerðing mættu hins vegar sterkir inn í seinni hálfleikinn og áttu svo frábæran 4. leikhluta. Jón Arnór Sverrisson var bestur í liði Hamars en Hvergerðingar fengu gott framlag frá mörgum leikmönnum.
FSu og Vestri mættust í hörkuleik á Flúðum. Fyrri hálfleikur var jafn en staðan í leikhléi var 40-45, Vestra í vil. Gestirnir voru svo ívið sterkari í seinni hálfleik en að lokum skildu fjórtán stig liðin að, 74-88. Jett Speelman var bestur í liði FSu, skoraði 22 stig og Florian Jovanov og Maciek Klimaszewski lögðu einnig sitt af mörkum.
Liðin í deildinni hafa nú spilað ellefu eða tólf leiki og eru Hamarsmenn í 5. sæti með 16 stig, Gnúpverjar í 7. sæti með 6 stig og FSu í 8. sæti með 2 stig.
Tölfræði Gnúpverja: Everage Richardson 43/18 fráköst/9 stoðsendingar, Atli Örn Gunnarsson 24/7 fráköst, Ægir Bjarnason 9/7 fráköst, Tómas Steindórsson 7/7 fráköst, Hákon Bjarnason 6, Hraunar Karl Guðmundsson 5, Bjarni Eiríksson 4, Bjarki Kristinsson 2.
Tölfræði Hamars: Julian Nelson 20/8 fráköst, Larry Thomas 18/5 fráköst, Þorgeir Gíslason 15/6 fráköst, Dovydas Strasunskas 12/7 fráköst, Smári Hrafnsson 12/6 stoðsendingar, Jón Arnór Sverrisson 11/9 fráköst/6 stoðsendingar, Ísak Sigurðarson 10, Oddur Ólafsson 4/6 fráköst/8 stoðsendingar, Kristinn Ólafsson 3.
Tölfræði FSu: Jett Speelman 22/7 fráköst, Maciek Klimaszewski 12/6 fráköst, Florijan Jovanov 11/6 fráköst/5 stolnir, Hlynur Hreinsson 10/6 stoðsendingar, Ari Gylfason 6, Sveinn H. Gunnarsson 5, Ragnar Gylfason 3, Hilmir Ægir Ómarsson 3, Svavar Ingi Stefánsson 2.