Hamar jafnaði metin í einvíginu gegn Fjölni í undanúrslitum 1. deildar karla í körfubolta í kvöld. Liðin mættust í Grafarvoginum og lokatölur urðu 82-86.
Staðan í einvíginu er því 1-1 og liðin mætast næst í Hveragerði á skírdag. Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki fer í úrslitarimmuna gegn Skallagrími eða Sindra. Borgnesingar eru 2-0 yfir í því einvígi.
Eins og í fyrsta leiknum var jafnræði með liðunum í kvöld en þegar leið á leikinn voru Fjölnismenn skrefinu á undan. Staðan í hálfleik var 36-38. Undir lok 3. leikhluta leiddi Fjölnir 60-50 en Hamarsmenn tóku sig á og jöfnuðu 64-64 í upphafi 4. leikhluta. Í kjölfarið kom frábært 17-3 áhlaup frá Hamri sem fór langleiðina með því að tryggja þeim sigurinn.
Ragnar Nathanaelsson var fremstur í flokki hjá Hvergerðingum í kvöld með 23 stig og 18 fráköst.
Fjölnir-Hamar 82-86 (14-18, 22-20, 24-14, 22-34)
Tölfræði Hamars: Ragnar Nathanaelsson 23/18 fráköst, Jose Medina 20/7 fráköst/7 stoðsendingar, Brendan Howard 17/6 fráköst, Elías Bjarki Pálsson 14/5 fráköst, Alfonso Birgir Gomez 5, Björn Ásgeir Ásgeirsson 4, Daði Berg Grétarsson 3/7 fráköst/10 stoðsendingar.