Hamar og Uppsveitir mættust á Selfossvelli í C-deild deildarbikars karla í knattspyrnu í gærkvöldi í hörkuleik.
Uppsveitamenn komust í 0-2 en Pétur Geir Ómarsson og Francisco Vano skoruðu með stuttu millibili um miðjan fyrri hálfleikinn. Guido Rancez minnkaði muninn á lokamímútu fyrri hálfleiks og staðan var 1-2 í hálfleik.
Hamar byrjaði af krafti í seinni hálfleiknum. Máni Snær Benediktsson jafnaði á 48. mínútu og fimm mínútum síðar kom Rodrigo Depetris Hamri í 3-2. Matthías Ásgeir Ramos tryggði Hamri svo 4-2 sigur með marki tíu mínútum fyrir leikslok.
Þetta var síðasti leikurinn í riðlinum en Hamar varð í 4. sæti með 6 stig en Uppsveitir á botninum án stiga. Uppsveitamenn fengu stóra skelli í riðlinum, töpuðu 10-0 gegn Álafossi og 13-0 gegn Ými en mikil batamerki voru á leik liðsins í gærkvöldi.