Hamarsmenn eru komnir í 1-0 í einvíginu gegn Snæfelli í úrslitakeppni 1. deildar karla í körfubolta. Hamar sigraði 103-96 í hörkuleik í Hveragerði í dag.
Leikurinn var í járnum í fyrri hálfleiknum en staðan í leikhléi var 54-49 í hálfleik. Baráttan hélt áfram í 3. leikhluta en í upphafi þess fjórða gerði Hamar áhlaup og komst í 89-79. Snæfell náði að minnka muninn í þrjú stig á lokakaflanum en Hamarsmenn voru sterkari þegar mest á reyndi og þeir sigruðu að lokum með sjö stiga mun.
Jaeden King var stigahæstur Hvergerðinga í dag með 38 stig en Ragnar Nathanaelsson var framlagshæstur með 11 stig og 17 fráköst.
Liðin mætast næst í Stykkishólmi á þriðjudaginn. Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki kemst í 4-liða úrslitin.
Hamar-Snæfell 103-96 (25-27, 29-22, 26-28, 23-19)
Tölfræði Hamars: Jaeden King 38/5 fráköst, Lúkas Aron Stefánsson 12/6 fráköst, Fotios Lampropoulos 12/8 fráköst/5 stoðsendingar, Ragnar Nathanaelsson 11/17 fráköst, Jose Medina 10, Birkir Máni Daðason 9, Daníel Sigmar Kristjánsson 8/4 fráköst/5 stoðsendingar, Atli Rafn Róbertsson 3.