Hamar tapaði á Ísafirði

Hamarsmenn töpuðu 3-1 fyrir BÍ/Bolungarvík í 2. deild karla þegar liðin mættust á Ísafirði í kvöld.

Fyrri hálfleikur var rólegur og var fátt um færi á báða bóga en hlutirnir fóru að gerast í síðari hálfleik.

Heimamenn voru beittari framan af síðari hálfleik og skoruðu tvö mörk með skömmu millibili snemma í hálfleiknum. Axel Ingi Magnússon kom Hamri inn í leikinn á 71. mínútu þegar hann fékk stungusendingu innfyrir og skoraði örugglega.

Það voru hins vegar heimamenn sem áttu síðasta orðið og gerðu út um leikinn á 83. mínútu leiksins.

Hamar er áfram í 9. sæti deildarinnar með 17 stig.

Fyrri greinSumargleði í Hvíta
Næsta grein10. bekkur í Flóaskóla