Hamar tapaði fyrir austan

Hamar tapaði 1-0 fyrir Fjarðabyggð þegar liðin mættust á Eskifirði í 2. deild karla í knattspyrnu í dag.

Þarna var aðeins leikið upp á heiðurinn því hvorugt liðið átti lengur möguleika í toppbaráttunni. Fyrri hálfleikur var markalaus en Fjarðabyggð komst yfir á 61. mínútu leiksins.

Eftir góða byrjun og stutta dvöl í toppsæti deildarinnar í byrjun ágúst hefur Hvergerðingum fatast flugið en Hamar hefur aðeins fengið eitt stig úr síðustu sex leikjum sínum.

Fyrri greinÁrborg tapaði síðasta heimaleiknum
Næsta greinFjóla Signý Íslandsmeistari í sjöþraut