Hamar fékk Grindavík í heimsókn í Frystikistuna í Hveragerði í Domino’s-deild kvenna í körfubolta í kvöld. Þar höfðu gestirnir betur, 72-80.
Leikurinn var jafn allan tímann þó að Grindvíkingar væru skrefinu á undan mest allan leikinn. Staðan að loknum fyrsta leikhluta var 13-17 en leikar stóðu 31-39 í hálfleik.
Hamar byrjaði seinni hálfleikinn af krafti og náði að minnka muninn í tvö stig, 55-57. Síðasti fjórðungurinn var spennandi og þegar tvær og hálf mínúta var eftir af leiknum var staðan 72-73, Grindavík í vil.
Hvergerðingar skoruðu hins vegar ekki fleiri stig í leiknum og Grindavík skoraði síðustu sjö stig leiksins.
Alexandra Ford fór mikinn í liði Hamars með 34 stig og Íris Ásgeirsdóttir átti sömuleiðis góðan leik með 15 stig og 9 fráköst.
Hamar er áfram á botni deildarinnar með 4 stig að loknum 21 leik. Næsti leikur liðsins er gegn Val á útivelli og er vakin athygli á nýjum leiktíma, kl. 20:00 á föstudaginn.
Tölfræði Hamars: Alexandra Ford 34 stig/11 fráköst/6 stoðsendingar/5 stolnir, Íris Ásgeirsdóttir 15 stig/9 fráköst/5 stoðsendingar, Jenný Harðardóttir 6 stig, Anna Marý Karlsdóttir 4 stig, Heiða Björg Valdimarsdóttir 4 stig, Karen Munda Jónsdóttir 3 stig, Nína Jenný Kristjánsdóttir 2 stig/7 fráköst, Jóhanna Herdís Sævarsdóttir 2 stig/4 fráköst, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 2 stig/7 fráköst.