Hamar tapaði í Vesturbænum

Hamar tapaði 3-0 fyrir toppliði KV þegar liðin mættust í 2. deild karla í knattspyrnu í kvöld.

Heimamenn höfðu yfirhöndina allan leikinn og fengu fleiri færi en Björn Aðalsteinsson, markvörður, hélt Hamri inni í leiknum í fyrri hálfleik og staðan var 0-0 í leikhléinu.

Sóknir KV þyngdust í seinni hálfleik en ísinn brotnaði ekki fyrr en á 70. mínútu þegar KV fékk dæmda vítaspyrnu. Fimm mínútum síðar var staðan orðin 2-0 og þriðja markið kom svo eftir hornspyrnu í uppbótartíma.

Hamar er áfram í botnsæti 2. deildarinnar með 10 stig.

Fyrri greinSS fær tvo nýja vörubíla
Næsta greinFjóla stóð sig vel í Belgíu