
Hamar missti af mikilvægum stigum í toppbaráttu 1. deildar karla í körfubolta þegar liðið tapaði gegn Sindra í framlengdum leik í Hveragerði í kvöld.
Hamarsmenn voru sterkari í fyrri hálfleik og leiddu 49-38 í hálfleik. Leikurinn var í járnum í seinni hálfleik en Sindramenn sýndu frábær tilþrif í 4. leikhluta og jöfnuðu 96-96 tveimur sekúndum fyrir leikslok. Framlenging því niðurstaðan og þar voru Sindramenn sterkari og þeir sigruðu örugglega, 106-114.
Jaeden King var stigahæstur Hamarsmanna með 27 stig og Fotios Lampropoulos var framlagshæstur með 23 stig og 14 fráköst.
Selfyssingar áttu hörkuleik gegn Fjölni í fyrri hálfleik en í þeim síðari fór að syrta í álinn. Staðan var 48-41 í leikhléi en Fjölnismenn stungu af í upphafi seinni hálfleiks og þegar 4. leikhluti hófst var staðan orðin 75-48. Selfoss náði að rétta sinn hlut á lokakaflanum en Fjölnir vann að lokum 20 stiga sigur, 98-78.
Follie Bogan er mættur aftur á Selfoss og hann skilaði 16 stigum og 3 stoðsendingum í kvöld. Arnór Bjarki Eyþórsson var sömuleiðis drjúgur með 14 stig og 6 fráköst.
Fjölnir-Selfoss 98-78 (21-20, 27-21, 27-7, 23-30)
Tölfræði Selfoss: Follie Bogan 16/4 fráköst, Vojtéch Novák 15/5 fráköst, Arnór Bjarki Eyþórsson 14/6 fráköst, Fróði Larsen Bentsson 7, Birkir Máni Sigurðarson 6, Ísak Júlíus Perdue 6, Ari Hrannar Bjarmason 5, Tristan Máni Morthens 5, Gísli Steinn Hjaltason 3, Halldór Benjamín Halldórsson 1.
Hamar-Sindri 106-114 (28-18, 21-20, 21-23, 26-35, 10-18)
Tölfræði Hamars: Jaeden Edmund King 27/6 fráköst/5 stoðsendingar, Jose Medina 26/4 fráköst/11 stoðsendingar, Fotios Lampropoulos 23/14 fráköst, Ragnar Nathanaelsson 14/9 fráköst, Björn Ásgeir Ásgeirsson 8/5 stoðsendingar, Lúkas Aron Stefánsson 5, Egill Þór Friðriksson 3.