Hamar tapaði fyrir vestan

Everage Richardson var besti maður vallarins í kvöld með 31 stig fyrir Hamar. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Hamar tapaði öðrum leik sínum í röð í 1. deild karla í körfubolta þegar liðið sótti Vestra heim á Ísafjörð í gærkvöldi.

Hamar byrjaði betur í leiknum og leiddi eftir 1. leikhluta en staðan í hálfleik var 44-42. Vestri lagði grunninn að sigrinum með góðum kafla í upphafi seinni hálfleiks en munurinn varð aldrei mikill og að lokum skildu sjö stig liðin að, 92-85.

Everage Richardson var stigahæstur hjá Hamri með 36 stig, Marko Milekic skoraði 12 og tóm 10 fráköst og þeir Geir Elías Helgason og Florijan Jovanov skoruðu báðir 11 stig.

Hamar er nú í 3. sæti deildarinnar með 8 stig en Vestri er í 2. sæti með 10 stig.

Fyrri greinFjórir leikmenn skrifa undir hjá Selfoss
Næsta grein„Afskaplega hamingjusamur í dag“