Hamar var engin fyrirstaða fyrir topplið Fjölnis þegar liðin mættust í Frystikistunni í Hveragerði í 1. deild kvenna í körfubolta í kvöld.
Gestirnir voru sterkari aðilinn allan tímann og leiddu í leikhléi, 29-41. Munurinn jókst enn frekar í seinni hálfleik en lokatölur urðu 54-78.
Fjölnir styrkti stöðu sína í toppsætinu með sigrinum en liðið hefur 8 stig. Hamar er í 5. sæti með 2 stig.
Tölfræði Hamars: Íris Ásgeirsdóttir 13/4 fráköst, Álfhildur E. Þorsteinsdóttir 11/9 fráköst, Helga Sólveig Ómarsdóttir 9, Helga Sóley Heiðarsdóttir 8/5 fráköst, Perla María Karlsdóttir 7, Gígja Marín Þorsteinsdóttir 4/4 fráköst, Bjarney Sif Ægisdóttir 1, Una Bóel Jónsdóttir 1.