Hamar tapaði í Belgíu

Hamarsmenn fara yfir málin í leiknum gegn Limax. Ljósmynd/Valdimar Hafsteinsson

Karlalið Hamars í blaki lék á þriðjudag gegn Limax frá Hollandi Challenge Cup, áskorendakeppni Evrópska blaksambandsins. Þetta er í fyrsta sinn sem lið frá Íslandi tekur þátt í keppninni.

Leikið var í bænum Maaseik í Belgíu en Hollendingarnir reyndust sterkari og sigruðu 3-0. Hrinurnar fóru 25-20, 25-10 og 25-20. Hamar átti góðar skorpur í fyrstu hrinu þótt Limax leiddi allan tíman. Í annarri hrinu náði Limax góðri forystu í byrjun og vann hrinuna örugglega. Í þriðju hrinu komu Hamarsmenn ákveðnari til leiks og voru yfir í stöðunni 16-18 en þá náðu Limax menn að síga framúr og vinna hrinuna.

Ágætur leikur Hamars dugði ekki gegn sterku hollensku liði þar sem leikið var við frábærar aðstæður. Seinni leikur liðanna verður miðvikudaginn 16. október kl. 19:00 í Digranesi í Kópavogi.


Liðin stilltu sér saman upp í leikslok. Ljósmynd/Valdimar Hafsteinsson
Fyrri grein„Spennandi tímar framundan“
Næsta greinOpin vinnustofa hjá Guðrúnu Tryggva