Hamar er úr leik í Mjólkurbikar karla í knattspyrnu en liðið tapaði 2-5 gegn Hvíta riddaranum eftir framlengdan leik á Selfossvelli í kvöld.
Hvergerðingar fengu draumabyrjun en Bjarki Rúnar Jónínuson og Máni Snær Benediktsson komu þeim í 2-0 en Riddararnir úr Mosfellsbæ náðu að jafna 2-2 áður en 90 mínútur voru liðnar.
Í framlengingunni reyndust Hvítu riddararnir sterkari, þeir bættu við þremur mörkum og sigruðu 2-5.
Fyrstu umferð Mjólkurbikarsins lýkur á morgun en þá tekur KFR á móti KFK á Heimalandi undir Eyjafjöllum, Uppsveitir heimsækja Kára í Akraneshöllina, Árborg fær Reyni Hellissandi í heimsókn á Selfossvöll og Ægir mætir Skallagrím frá Borgarnesi í Akraneshöllinni.