Keppni í 1. deild kvenna í körfubolta hófst um helgina en í gær tók Hamar á móti Njarðvík í Hveragerði.
Gestirnir voru sterkari í leiknum, komust í 4-13 í upphafi leiks og leiddu allan tímann. Staðan í hálfleik var 18-34 en Hamarskonur hresstust nokkuð í upphafi seinni hálfleiks og náðu að minnka muninn í 28-36.
Munurinn var ennþá átta stig í upphafi 4. leikhluta en Njarðvíkingar voru talsvert sterkari á lokakaflanum og náðu að auka forskotið en lokatölur urðu 40-55.
Tölfræði Hamars: Álfhildur E. Þorsteinsdóttir 9/17 fráköst, Perla María Karlsdóttir 8, Dagrún Inga Jónsdóttir 7/4 fráköst, Gígja Marín Þorsteinsdóttir 6/4 fráköst, Þórunn Bjarnadóttir 5/7 fráköst, Rannveig Reynisdóttir 4, Bjarney Sif Ægisdóttir 1, Dagrún Ösp Össurardóttir 0, Una Bóel Jónsdóttir 0.