Hamar-Þór tapaði 60-68 þegar liðið fékk Fjölni-b í heimsókn í Þorlákshöfn í 1. deild kvenna í körfubolta í dag.
Gestirnir úr Grafarvoginum voru sterkari í fyrri hálfleik og leiddu 32-37 í hálfleik. Þriðji leikhluti var hnífjafn en í þeim fjórða byrjaði Hamar-Þór með látum, gerði 10-3 áhlaup og breytti stöðunni í 53-51. Fjölnir-b svaraði með 16-3 áhlaupi og í stöðunni 56-67 var tíminn orðinn naumur fyrir heimakonur að minnka muninn.
Fallyn Stephens var stigahæst hjá Hamar-Þór með 26 stig, 12 fráköst og 4 stolna bolta. Hrafnhildur Magnúsdóttir skoraði 11 stig og Helga María Janusdóttir 9.
Hamar-Þór er í 7. sæti deildarinnar með 4 stig en Fjölnir-b er í 4. sæti með 6 stig.
Tölfræði Hamars-Þórs: Fallyn Stephens 26/14 fráköst, Hrafnhildur Magnúsdóttir 11/6 fráköst, Helga María Janusdóttir 9, Gígja Marín Þorsteinsdóttir 4/5 fráköst/5 stoðsendingar, Dagrún Inga Jónsdóttir 4, Rannveig Reynisdóttir 3, Hildur Björk Gunnsteinsdóttir 2, Elektra Mjöll Kubrzeniecka 1,