Hamar/Þór tryggði sér í kvöld sæti í undanúrslitum bikarkeppni kvenna í körfubolta þegar liðið sló 1. deildarlið Ármanns úr leik í 8-liða úrslitum, 65-94.
Hamar/Þór afgreiddi verkefni dagsins af mikilli fagmennsku og það var aldrei spurning hvoru megin sigurinn lenti. Þær sunnlensku komust í 9-23 í 1. leikhluta og staðan í hálfleik var 31-59. Meira jafnræði var með liðunum í seinni hálfleik en mínútufjöldinn dreifðist vel á lið Hamars/Þórs sem vann að lokum með 29 stiga mun.
Abby Beeman var stiga- og framlagshæst hjá Hamri/Þór í dag og var einu frákasti frá þrefaldri tvennu. Hún skoraði 20 stig, tók 9 fráköst og sendi 10 stoðsendingar.
Auk Hamars/Þórs verða Þór Akureyri, Njarðvík og Grindavík í pottinum þegar dregið verður í undanúrslitin. Undanúrslitaleikirnir verða leiknir í Smáranum í Kópavogi þriðjudaginn 18. mars.
Ármann-Hamar/Þór 65-94 (10-26, 21-33, 14-16, 20-19)
Tölfræði Hamars/Þórs: Abby Beeman 20/9 fráköst/10 stoðsendingar, Hana Ivanusa 11/5 fráköst, Hulda Ósk Bergsteinsdóttir 10, Emma Sóldís Svan Hjördísardóttir 10, Matilda Sóldís Svan Hjördísardóttir 10, Jóhanna Ýr Ágústsdóttir 8, Gígja Rut Gautadóttir 6, Bergdís Anna Magnúsdóttir 6/5 fráköst, Kristrún Ríkey Ólafsdóttir 5/7 fráköst/5 stoðsendingar, Anna Soffía Lárusdóttir 5, Þóra Auðunsdóttir 3.