Hamar/Þór vann nauman sigur á Stjörnunni í 1. deild kvenna í körfubolta í Þorlákshöfn í kvöld. Lokatölur urðu 77-74.
Gestirnir úr Garðabæ byrjuðu betur í leiknum og leiddu með 11 stigum að loknum 1. leikhluta, 13-24. Hamar/Þór svaraði fyrir sig í 2. leikhluta og staðan í hálfleik var 37-38.
Þriðji leikhluti var jafn og spennandi en Stjarnan náði frumkvæðinu þegar leið á hann og þær héldu forystunni meira eða minna fram á lokamínútuna.
Þegar tvær og hálf mínúta var eftir af leiknum var staðan 68-72 en þá gerði Hamar/Þór 9-2 áhlaup og tryggði sér sigurinn.
Hamar/Þór er í 2. sæti deildarinnar með 4 stig að loknum þremur leikjum.