
Hamar/Þór vann stórsigur á Selfossi í annarri viðureign liðanna í úrslitakeppni 1. deildar kvenna í körfubolta í Vallaskóla í kvöld, 42-111.
Það var ljóst frá fyrstu mínútu að Hamar/Þór ætlaði ekki að taka neina sénsa en í fyrsta leiknum var allt í járnum í fyrri hálfleik. Gestirnir tóku keyrðu hratt af stað í Vallaskóla í kvöld og staðan í hálfleik var orðin 28-56. Munurinn jókst enn frekar í 3. leikhluta og Selfoss átti engan möguleika á endurkomu.
Hamar/Þór leiðir því 2-0 í einvíginu og er einum sigri frá sæti í úrslitaeinvígi gegn KR eða Fjölni. Þriði leikur sunnlensku liðanna verður í Hveragerði á föstudaginn.
Donasja Scott var stigahæst Selfyssinga með 12 stig og 9 fráköst, Vilborg Óttarsdóttir og Valdís Una Guðmannsdóttir skoruðu 8 og Una tók 5 fráköst að auki.
Anna Soffía Lárusdóttir var stigahæst hjá Hamri/Þór með 20 stig og Bergdís Anna Magnúsdóttir skoraði 17 en Abby Beeman var framlagshæst með 16 stig, 7 fráköst, 7 stoðsendingar og 9 stolna bolta.
Selfoss-Hamar/Þór 42-111 (15-32, 13-24, 4-32, 10-23)
Tölfræði Selfoss: Donasja Scott 12/9 fráköst, Vilborg Óttarsdóttir 8, Valdís Una Guðmannsdóttir 8/5 fráköst, Anna Katrín Víðisdóttir 6, Eva Margrét Þráinsdóttir 3, Diljá Salka Ólafsdóttir 2, Sigríður Svanhvít Magnúsdóttir 1, Þóra Auðunsdóttir 1, Kolbrún Katla Halldórsdóttir 1.
Tölfræði Hamars/Þórs: Anna Soffía Lárusdóttir 20, Bergdís Anna Magnúsdóttir 17, Abby Beeman 16/7 fráköst/7 stoðsendingar/9 stolnir, Kristrún Ríkey Ólafsdóttir 11/10 fráköst, Jóhanna Ýr Ágústsdóttir 11/4 fráköst, Hana Ivanusa 10/6 fráköst, Matilda Sóldís Svan Hjördísardóttir 9/4 fráköst, Arndís Úlla B. Árdal 8/6 fráköst, Gígja Rut Gautadóttir 5/4 fráköst, Andrea Ösp Gunnsteinsdóttir 2, Jara Björk Gilbertsdóttir 2.