Hamar-Þór heimsótti Fjölni-B í 1. deild kvenna í körfubolta í kvöld. Sunnlendingar voru sterkari og unnu góðan sigur.
Fjölnir-B hafði frumkvæðið í 1. leikhluta og leiddi að honum loknum, 26-18. Um miðjan 2. leikhluta var munurinn orðinn tíu stig, 35-25, en þá kom frábær kafli hjá Hamri-Þór sem skoraði þrettán stig í röð og Sunnlendingar fóru með þriggja stiga forskot inn í leikhléið, 37-40.
Hamar-Þór lét kné fylgja kviði, byrjaði seinni hálfleikinn á 11-2 áhlaupi og þá var staðan orðin 39-51. Hamar-Þór hélt forystunni alveg til leiksloka en spenna hljóp í leikinn í 4. leikhluta, þegar Fjölnir-B hafði minnkað muninn í fimm stig. Hamar-Þór kláraði hins vegar af krafti og sigraði 66-77.
Astaja Tyghter átti enn einn stórleikinn fyrir Hamar-Þór, skoraði 26 stig, tók 21 frákast og sendi 7 stoðsendingar.
Hamar-Þór er í 7. sæti deildarinnar með 4 stig og Fjölnir-B er í 6. sæti með jafn mörg stig.
Tölfræði Hamars-Þórs: Astaja Tyghter 26/21 fráköst/7 stoðsendingar, Hrafnhildur Magnúsdóttir 16/4 fráköst, Hildur Björk Gunnsteinsdóttir 11/4 fráköst, Berglind Karen Ingvarsdottir 7/4 fráköst/5 stoðsendingar, Lovísa Bylgja Sverrisdóttir 7/5 stoðsendingar, Gígja Rut Gautadóttir 6, Gígja Marín Þorsteinsdóttir 2, Helga María Janusdóttir 2.