Hamar/Þór skellti Tindastól

Abby Beeman. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Hamar/Þór vann frábæran sigur á toppliði Tindastóls í B-riðli úrvalsdeildar kvenna í körfubolta í Þorlákshöfn í dag.

Leikurinn var jafn framanaf en Hamar/Þór leiddi í hálfleik, 41-35. Hamar/Þór hafði forystuna allan 3. leikhluta en Tindastóll minnkaði muninn í 69-68 um miðjan 4. leikhluta. Heimakonur voru hins vegar mun ákveðnari á síðustu fimm mínútunum og sigruðu að lokum 77-72.

Abby Beeman var stiga- og framlagshæst hjá Hamri/Þór með 19 stig og 12 stoðsendingar.

Staðan í B-riðlinum er þannig að Hamar/Þór er í 3. sæti með 14 stig en Tindastóll í efsta sætinu með 16 stig.

Hamar/Þór-Tindastóll 77-72 (21-21, 20-14, 26-26, 10-11)
Tölfræði Hamars/Þórs: Abby Beeman 19/9 fráköst/12 stoðsendingar/5 stolnir, Anna Soffía Lárusdóttir 14/7 fráköst, Kristrún Ríkey Ólafsdóttir 11/6 fráköst, Hana Ivanusa 8/9 fráköst, Emma Sóldís Svan Hjördísardóttir 7, Jóhanna Ýr Ágústsdóttir 5, Gígja Rut Gautadóttir 5, Fatoumata Jallow 5, Matilda Sóldís Svan Hjördísardóttir 2, Bergdís Anna Magnúsdóttir 1.

Fyrri greinÁrborg og Ægir unnu örugga sigra
Næsta greinGul viðvörun: Stormur og dimm él