Hamar/Þór vann frábæran sigur á toppliði Tindastóls í B-riðli úrvalsdeildar kvenna í körfubolta í Þorlákshöfn í dag.
Leikurinn var jafn framanaf en Hamar/Þór leiddi í hálfleik, 41-35. Hamar/Þór hafði forystuna allan 3. leikhluta en Tindastóll minnkaði muninn í 69-68 um miðjan 4. leikhluta. Heimakonur voru hins vegar mun ákveðnari á síðustu fimm mínútunum og sigruðu að lokum 77-72.
Abby Beeman var stiga- og framlagshæst hjá Hamri/Þór með 19 stig og 12 stoðsendingar.
Staðan í B-riðlinum er þannig að Hamar/Þór er í 3. sæti með 14 stig en Tindastóll í efsta sætinu með 16 stig.
Hamar/Þór-Tindastóll 77-72 (21-21, 20-14, 26-26, 10-11)
Tölfræði Hamars/Þórs: Abby Beeman 19/9 fráköst/12 stoðsendingar/5 stolnir, Anna Soffía Lárusdóttir 14/7 fráköst, Kristrún Ríkey Ólafsdóttir 11/6 fráköst, Hana Ivanusa 8/9 fráköst, Emma Sóldís Svan Hjördísardóttir 7, Jóhanna Ýr Ágústsdóttir 5, Gígja Rut Gautadóttir 5, Fatoumata Jallow 5, Matilda Sóldís Svan Hjördísardóttir 2, Bergdís Anna Magnúsdóttir 1.