Það verður Suðurlandsslagur í 4-liða úrslitakeppni 1. deildar kvenna í körfubolta. Hamar/Þór tapaði naumlega fyrir Grindavík í lokaumferð úrvalsdeildarinnar í kvöld og endaði í næst neðsta sæti úrvalsdeildarinnar.
Hamar/Þór fer því í úrslitakeppni með liðunum í 1. deild um sæti í úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Þar byrjar Hamar/Þór á því að mæta Selfossi og það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki kemst áfram og mætir annað hvort KR eða Fjölni í úrslitaeinvígi. Fyrstu leikir úrslitakeppninnar verða 3. apríl.
Hamar/Þór var grátlega nærri sigri gegn Grindavík í kvöld en liðin mættust í Kópavoginum. Úrslitin réðust á lokasekúndunum en Grindavík setti niður tvö vítaskot þegar rúmar tvær sekúndur voru eftir og sigraði 91-90. Staðan í hálfleik var 52-60, Hamri/Þór í vil.
Abby Beeman átti enn einn stórleikinn fyrir Hamar/Þór; skoraði 43 stig, tók 9 fráköst og sendi 8 stoðsendingar. Kristrún Ríkey Ólafsdóttir var sömuleiðis öflug með 14 stig og 9 fráköst.
Grindavík-Hamar/Þór 91-90 (26-29, 26-31, 19-18, 20-12)
Tölfræði Hamars/Þórs: Abby Beeman 43/9 fráköst/8 stoðsendingar, Kristrún Ríkey Ólafsdóttir 14/9 fráköst, Jóhanna Ýr Ágústsdóttir 11, Hana Ivanusa 10/6 fráköst, Anna Soffía Lárusdóttir 4, Gígja Rut Gautadóttir 3/5 fráköst, Bergdís Anna Magnúsdóttir 3, Matilda Sóldís Svan Hjördísardóttir 2.